Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2006 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Síerra Leóne

Stofnun stjórnmálasambands við Sierra Leone
Stofnun stjórnmálasambands við Sierra Leone

Fastafulltrúar Íslands og Síerra Leóne hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Joe Robert Pemagbi, undirrituðu í New York, mánudaginn 13. nóvember, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Síerra Leóne er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og landamæri að Gíneu í norðri og Líberíu í suðri. Síerra Leóne er fyrrum nýlenda Bretlands og öðlaðist sjálfstæði árið 1961. Landið byggja um 6 milljónir íbúa. Sérstök skrifstofa SÞ er nú starfrækt í Síerra Leóne sem vinnur með þarlendum stjórnvöldum að uppbyggingarstarfi eftir stríðsátök undanfarinna ára.

Fastafulltrúarnir ræddu á fundi sínum möguleika á samstarfi ríkjanna á sviði sjávarútvegs en við strendur Síerra Leóne eru m.a. auðug rækjumið. Mikil áhersla er nú lögð á uppbyggingu mannauðs, þar á meðal starfsþjálfun á sviði sjávarútvegs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum