Hoppa yfir valmynd
21. desember 2018 Innviðaráðuneytið

Framlög Jöfnunarsjóðs vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunn- og framhaldsskólanemenda á árinu 2018

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 19. desember sl. um úthlutun framlaga vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunn- og framhaldsskólanemenda á árinu 2018. Framlögin falla undir heildarfjárhagsramma vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Fjármagn til ráðstöfunar nemur samtals 96.500.000 kr. á árinu 2018 og er gert ráð fyrir að 76.000.000 kr. komi til úthlutunar vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólanemenda og 20.500.000 kr. vegna lengdrar viðveru fatlaðra framhaldsskólanemenda. Nánari útlistun framlaga má sjá í töflu að neðan. Allir útreikningar byggja á umsóknum þjónustusvæða.

Framlögin koma til útgreiðslu á næstu dögum.

Framlög vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna og framhaldsskólanemenda árið 2018

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum