Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2010 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Styrkir til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur borist tilkynning um að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2011-2012.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur borist tilkynning um að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir fyrir  Íslendinga til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2011-2012:

A) Allt að fjórir styrkir til háskólanáms eða rannsóknarstarfa. 

  1.  Námsmenn sem lokið hafa prófi sambærilegu við BA eða BS eftir 2004 geta sótt um styrki í 10 - 24 mánuði til náms á meistarastigi.
  2. Kandídatar sem lokið hafa MA- eða MS-prófi eigi síðar en 2004 og doktorsnemar sem hafa hafið doktorsnám á síðustu þremur árum geta sótt um styrki til allt að þriggja ára doktorsnáms í Þýskalandi.
  3. Doktorsnemar sem hafið hafa doktorsnám á síðustu þremur árum eða ungir fræðimenn sem lokið hafa doktorsnámi á síðustu fjórum árum geta sótt um styrki til doktorsnáms eða rannsóknarstarfa í einn til tíu mánuði.

B) Allt að þrír styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 2011. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Umsækjendur þurfa að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu (sambærilegt við A1 á stöðuprófi).
C) Nokkrir styrkir til vísindamanna (eldri fræðimanna og háskólakennara) eru veittir til námsdvalar og rannsóknarstarfa í 1 - 3  mánuði. Einnig eru veittir styrkir til fyrrverandi DAAD-styrkþega.
D) Styrkir fyrir nemendur í listgreinum.
Nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu og á vef Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD) http://www.daad.de/stipendien/de/index.de.html?
Einnig veitir Annika Grosse, lektor í þýsku í Háskóla Íslands (netfang: [email protected]) upplýsingar.
Eyðublöð fyrir umsóknir og fylgiskjöl með umsókn er hægt að nálgast á vef DAAD: http://www.daad.de/deutschland/download/03118.de.html

Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur framlengdur til 1. desember nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum