Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið fjármagnar þrjár ungliðastöður hjá Sameinuðu þjóðunum

Þrjár ungliðastöður hjá Sameinuðu þjóðunum auglýstar / Ljósmynd: SÞ - mynd

Utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa fyrir rafrænum kynningarfundi um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag í næstu viku, 22. febrúar. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíkar ungliðastöður.

Flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna starfrækja svokallað ungliðaverkefni þar sem ungu fagfólki er gefið tækifæri til að öðlast reynslu á sviði fjölþjóðlegrar samvinnu undir umsjón sérfræðinga. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíkar ungliðastöður, hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, UN Women og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.

OCHA staðan er hjá skrifstofu stofnunarinnar á Vesturbakkanum í Jerúsalem, UN Women staðan er á landaskrifstofu í Amman í Jórdaníu og WFP staðan er á landaskrifstofu í Freetown, Síerra Leóne.

Fundurinn á miðvikudag stendur yfir milli kl 12:00-13:15.


Nánari upplýsingar um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna og stöðurnar má finna á www.utn.is/jpo

 

Linkur á fundinn: https://us06web.zoom.us/j/81460057643...


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum