Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2008 Innviðaráðuneytið

Reglugerð um töku sýna og rannsókn vegna aksturs undir áhrifum vímuefna

Drög að nýrri reglugerð um töku sýna og rannsókn vegna aksturs undir áhrifum vímuefna eru nú til umsagnar á vef samgönguráðuneytisins. Þeir sem óska geta gert athugasemdir til 1. febrúar.

Í framhaldi af umræðum í þjóðfélaginu og á Alþingi síðast liðið haust um aðferðir við töku sýna vegna ætlaðra brota á ákvæðum umferðarlaga nr. 50/1987 um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímefna ákvað Kristján L. Möller, samgönguráðherra að skipa starfshóp til að semja drög að reglugerð um þetta efni. Í starfshópnum áttu sæti: Ragna Bjarnadóttir frá embætti Ríkissaksóknara, dr. Magnús Jóhannesson frá Lyfja- og eiturefnastofnun H.Í., Jónína Sigurðardóttir frá Ríkislögreglustjóraembættinu, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, og Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu, sem var formaður starfshópsins.

Með reglugerð þessari er kveðið á um hvernig staðið skuli að framkvæmd lögboðinnar sýnatöku af ökumanni sem grunaður er um að vera undir áhrifum vímuefna við akstur vélknúins ökutækis. Ennfremur er kveðið á um meðferð og rannsókn sýna. Drögin eru sett með stoð í 4. mgr. 47. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og byggja á sjónarmiðum sem fram koma í umferðarlögum með hliðsjón af venjum sem myndast hafa á þessu sviði.

Umsagnarfrestur um reglugerðardrögin er til 1. febrúar 2008 og skulu umsagnir berast á netfang samgönguráðuneytisins, [email protected].

Reglugerðardrögin má finna hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum