Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2022 Matvælaráðuneytið

Skotar og Íslendingar takast á við svipaðar áskoranir í landbúnaði

Skotar og Íslendingar takast á við svipaðar áskoranir í landbúnaði - myndGunnar Vigfússon
Pete Ritchie frá samtökunum Nourish Scotland flutti erindi á Matvælaþingi sem hófst í morgun.

Í erindinu kom fram að Skotar glíma við svipuð vandamál í landbúnaði og Íslendingar. Til að mynda er mikil áhersla lögð á ræktun sauðfés og nautgripa í báðum löndum, og stór landsvæði henta ekki til hefðbundinnar akuryrkju.

Skotar vinna að uppbyggingu stuðningskerfis til að auðvelda bændum að halda uppi innlendri matvælaframleiðslu og stuðla þannig að bættu loftslagi og náttúruvernd. Kerfið er hluti af matvælastefnu Skota Good Food Nation Act sem lög um matvælaframleiðslu frá 2022 byggja á.

Skotar standa einnig fyrir frammi fyrir mörgum áskorunum þegar að matvælum kemur s.s. slæmu matarræði og ójöfnuði í matarinnkaupum vegna lágra tekna. Loftslagsáhrif frá landbúnaði eru einnig mikil og Skotar þurfa að reiða sig mikið á innflutning, bæði fyrir matvæli til manneldis og fóðurs fyrir búfé. Þá er umræða um matarsóun sífellt að verða háværari í Skotlandi.

Pete Ritchie benti jafnframt á að mótun matvælastefnu séer góður upphafspunktur, en umbreyting
matvælakerfisins sé í reynd samstarfsverkefni kynslóða, verkefni sem kallar á fræðslu og viðhorfsbreytingar..

Í drögum að matvælastefnu er sett fram framtíðarsýn í 10 liðum, stefnuna má skoða hér.

Matvælaþingi lýkur klukkan 16.00 í dag. Hægt er að horfa á upptöku af þinginu á matvaelathing.is. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum