Hoppa yfir valmynd
18. október 2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Heimsókn vísinda- og tæknimálaráðherra Indlands

Heimsókn vísinda- og tæknimálaráðherra Indlands.

Kapil Sibal, vísinda- og tæknimálaráðherra Indlands, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra dagana 19. og 20. október.

Í tengslum við fundi menntamálaráðherra Íslands og vísinda- og tæknimálaráðherra Indlands verða undirritaðir samningar um menningar og vísindasamstarf Íslands og Indlands.

Er fjölmiðlum boðið að vera viðstaddir undirritun samninganna í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 19. október kl. 12.15

Kapil Sibal mun einnig eiga fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og Einari Kristni Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra.

Í heimsókninni mun Sibal heimsækja fjölmargar íslenskar stofnanir og fyrirtæki. Má þar nefna Rannís, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Hafrannsóknastofnun, Almannavarnir, Veðurstofu Íslands, Íslenska erfðagreiningu, Marel, Íslenska nýorku og Actavis.

Kapil Shibal er fæddur árið 1948 og var fyrst kosinn á þing árið 1998. Hann er með meistaragráðu í sagnfræði frá St. Stephens’s College við Háskólann í Nýju Delhi og L.L.M.-gráðu í lögfræði frá Harvard Law School. Hann var forseti samtaka indverskra hæstarréttarlögmanna árin 1995-1998 og 2001-2002 og hefur verið í forystu fyrir sendinefnd Indverja gagnvart Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa menntamálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum