Hoppa yfir valmynd
3. maí 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-mars 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 31,8 ma.kr. innan ársins, sem er 8,7 ma.kr. hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman hægstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 19,5 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 10,8 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er í jafnvægi, en var jákvæður um 20,6 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun.

Lántökur námu 43,8 ma.kr. á móti 1,5 ma.kr. í fyrra. Þar munar mest um 26,9 ma.kr. lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun. Þá var 1 ma.kr. greiddur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Staða á sjóðs- og bankareikningum batnaði um 10,9 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðunum.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – mars 2007

Í milljónum króna

 

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

68.337

64.635

79.449

99.707

119.201

Greidd gjöld

61.957

65.039

70.255

73.891

84.689

Tekjujöfnuður

6.380

-404

9.194

25.816

34.513

Söluhagnaður af hlutabr. og eignahlutum

-10.720

-

-

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-3.595

-838

108

-2.730

-2.756

Handbært fé frá rekstri

-7.935

435

9.301

23.086

31.757

Fjármunahreyfingar

14.340

3.177

6.210

-2.529

-31.709

Hreinn lánsfjárjöfnuður

6.405

3.611

15.511

20.557

48

Afborganir lána

-4.953

-13.950

-11.404

-9.096

-31.916

   Innanlands

-4.913

-57

-2.220

-9.096

-20.807

   Erlendis

-40

-13.893

-9.184

-

-11.109

Greiðslur til LSR og LH

-1.875

-1.875

-850

-990

-990

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-423

-12.214

3.257

10.471

-32.859

Lántökur

5.081

34.626

1.094

1.532

43.753

   Innanlands

12.040

14.240

-3.831

1.532

39.362

   Erlendis

-6.960

20.387

4.925

-

4.391

Breyting á handbæru fé

4.657

5.064

4.351

12.003

10.894



 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrsta fjórðungi ársins námu 119 ma.kr. Það er tæpum 20 ma.kr. meira en í fyrra eða 20% aukning tekna milli ára. Skatttekjur og tryggingargjöld námu 112 ma.kr. og jukust um 17 ma.kr. milli ára eða 14,7% að raunvirði (þá er tekjuskattur lögaðila í janúar 2006 leiðréttur fyrir tilfærslu eindaga yfir áramótin). Þar af námu skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila rúmum 49 ma.kr. og jukust um 22,3% að raunvirði milli ára. Tekjuskattur einstaklinga var 23 ma.kr., tekjuskattur lögaðila 5,4 ma.kr. og fjármagnstekjuskattur 21 ma.kr. Innheimta fjármagnstekjuskattsins fer að mestu leyti fram í janúar ár hvert og þannig innheimtust 20 ma.kr. í janúar sl. en í marsmánuði aðeins 7 m.kr. Innheimta veltuskatta nam rúmum 48 ma.kr. eða tæpum fimmtungi hærri fjárhæð en á sama tíma í fyrra, sem samsvarar 11% aukningu umfram verðbólgu. Allt síðasta ár hægðist jafnt og þétt á raunvexti veltuskatta en nú virðist mega merkja viðsnúning í þeirri þróun. Breyttar reglur um gjalddaga virðisaukaskatts (sem er um 2/3 veltuskattanna) hamla enn samanburði á skemmri tímabilum innan ársins, en sé horft á 4-6 mánaða meðaltöl hefur ekki orðið framhald á þeim raunsamdrætti milli ára sem var um tíma undir lok árs 2006.

Tekjur ríkissjóðs janúar – mars 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

75 135

94 593

111 812

 

22,8

25,9

18,2

Skattar á tekjur og hagnað

29 299

41 004

49 294

 

23,3

40,0

20,2

Tekjuskattur einstaklinga

17 572

19 592

22 968

 

13,3

11,5

17,2

Tekjuskattur lögaðila

2 142

7 475

5 369

 

6,0

249,0

-28,2

Skattur á fjármagnstekjur

9 585

13 937

20 957

 

53,5

45,4

50,4

Eignarskattar

3 621

3 032

2 713

 

51,4

-16,3

-10,5

Skattar á vöru og þjónustu

33 760

40 683

48 276

 

20,7

20,5

18,7

Virðisaukaskattur

21 990

27 511

35 000

 

22,9

25,1

27,2

Vörugjöld af ökutækjum

2 027

2 677

1 809

 

77,7

32,1

-32,4

Vörugjöld af bensíni

2 041

2 279

2 218

 

3,3

11,7

-2,7

Skattar á olíu

2 172

1 630

1 865

 

12,6

-24,9

14,4

Áfengisgjald og tóbaksgjald

2 368

2 491

2 592

 

8,2

5,2

4,1

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

3 162

4 095

4 792

 

11,5

29,5

17,0

Tollar og aðflutningsgjöld

 673

 854

1 387

 

6,2

26,9

62,4

Aðrir skattar

 161

 174

 259

 

.

8,2

48,7

Tryggingagjöld

7 621

8 845

9 884

 

20,5

16,1

11,7

Fjárframlög

 153

 220

 205

 

54,2

43,9

-6,7

Aðrar tekjur

4 092

4 877

6 683

 

22,5

19,2

37,0

Sala eigna

 70

 14

 501

 

-

-

-

Tekjur alls

79 449

99 704

119 201

 

22,9

25,5

19,6



 

Greidd gjöld nema 84,7 milljörðum króna og hækka um 10,8 milljarða frá fyrra ári, eða um 14,6%. Mestu munar um 2,2 milljarða hækkun almannatrygginga og sama hækkun er hjá atvinnumálum. Hlutfallslega hækka greiðslur vegna atvinnumála þó mest milli ára, eða 26%. Þá hækka greiðslur til heilbrigðismála um tæpa 2 milljarða eins og greiðslur til almennrar opinberrar þjónustu. Tveir veigamestu málaflokkarnir, heilbrigðismál og almannatryggingar vega um helming af heildargjöldunum.


 

Gjöld ríkissjóðs janúar – mars 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

...

9 282

11 277

 

...

21,5

Þar af vaxtagreiðslur

3 698

2 524

3 368

 

-31,8

33,5

Varnarmál

...

 166

 133

 

...

-19,9

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

...

3 223

3 707

 

...

15,0

Efnahags- og atvinnumál

...

8 667

10 885

 

...

25,6

Umhverfisvernd

...

 655

 829

 

...

26,6

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

...

 107

 112

 

...

4,7

Heilbrigðismál

...

19 626

21 603

 

...

10,1

Menningar-, íþrótta- og trúmál

...

3 714

4 329

 

...

16,6

Menntamál

...

9 638

10 378

 

...

7,7

Almannatryggingar og velferðarmál

...

17 318

19 554

 

...

12,9

Óregluleg útgjöld

...

1 493

1 882

 

...

26,1

Gjöld alls

70 255

73 891

84 689

 

5,2

14,6



 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum