Hoppa yfir valmynd
31. október 2014 Utanríkisráðuneytið

Stefán Haukur Jóhannesson nýr ráðuneytisstjóri

Stefán Haukur Jóhannesson.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra hefur skipað Stefán Hauk Jóhannesson ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. nóvember nk. Einar Gunnarsson sem verið hefur ráðuneytisstjóri frá árinu 2009, verður fastafulltrúi hjá fastanefnd Íslands í New York frá 1. janúar nk.

Stefán hefur undanfarin ár gegnt ábyrgðarstöðum í utanríkisþjónustunni, á aðalskrifstofu og sendiskrifstofum í Brussel og Genf. Var hann m.a. aðalsamningamaður í aðildarviðræðum við ESB og gegndi starfi skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu og almennrar skrifstofu. Undanfarna mánuði var Stefán yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu.

Einar á að baki víðtæka reynslu í utanríkisþjónustunni, en áður en hann tók við embætti ráðuneytisstjóra var hann m.a. starfsmannastjóri og skrifstofustjóri yfir viðskiptasamningum. Einnig hefur hann gegnt ábyrgðarstöðum í Brussel og Genf.

Æviágrip Stefáns Hauks Jóhannessonar








Æviágrip Einars Gunnarssonar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum