Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2014 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2014

Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 31. maí 2014.

Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 5. apríl 2014.

Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 1. gr. framangreindra laga.

 

Innanríkisráðuneytið  21. febrúar 2014

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira