Hoppa yfir valmynd
24. mars 2004 Innviðaráðuneytið

Meira fé varið til samgöngumála

Meðfylgjandi línurit sýna þróun fjármagns sem varið er til flugmála, siglingamála og vegamála á árunum 1995-2004. Miðað er við byggingarvísitölu á meðalverðlagi ársins 2003.

Fyrra línuritið sýnir heildarframlög til samgönguþáttanna þriggja. Ekki er tekið tillit til sértekna og því er um að ræða heildarfjármagn sem varið er til málaflokkanna. Fé sem varið er til flugmála hefur aukist á tímabilinu úr tæplega 1,5 milljarði króna í rúmlega 2,0 milljarða eða því sem næst 37%. Fé til vegamála hefur aukist úr tæpum 11 milljörðum í um það bil 16,6 milljarða eða um 55%. Þá hefur fé sem varið er til siglingamála aukist úr rúmlega 1,5 milljarði í tæplega 1,7 milljarð eða um u. þ. b. 11%. Alls hefur fé sem varið er til málaflokkanna aukist úr um það bil 13,7 milljörðum í um 20,3 milljarða eða um 48%.

Heildarumfang á sviði siglinga-, vega- og flugmála 1995-2004 í m. kr.

Gula svæðið táknar siglingamál, það græna vegamál og bláa flugmál.

Seinna línuritið sýnir stofnkostnað í samgöngumannvirkjum. Stofnkostnaður í höfnum hefur hækkað úr 1.062 í 1.171 m. kr. á tímabilinu eða um 10%. Framlög til vegamála hafa hækkað úr 5 milljörðum í upphafi tímabilsins í rúmlega 7 milljarða í lok þess. Hækkunin er 43%. Þess má geta að sérstakt framlag var veitt til atvinnuátaks í vegamálum á árinu 2003 sem má glögglega sjá á línuritinu. Stofnkostnaður flugvalla hefur lækkað um 37% úr 454 m. kr. í 285 m. kr. Alls hefur stofnkostnaður í samgöngumannvirkjum aukist úr 6,5 milljörðum kr. í 8,6 milljarða kr. eða um 32%.

Framlög til stofnkostnaðar í flug-, vega- og hafnamálum 1995-2004, í milljónum króna.Gula svæðið táknar hafnir, það bláa vegi og rauða flugvelli.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum