Hoppa yfir valmynd
5. október 2018 Utanríkisráðuneytið

Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu

Rauða kross hreyfingin reynir ávallt að bregðast hratt og örugglega við náttúruhamförum alls staðar um heiminn. Að minnsta kosti 1200 eru látin í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Þetta kemur fram á vef Rauða krossins á Íslandi.

Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann að koma aðstoð til þolenda, en það hefur reynst erfitt vegna m.a. vegna vegna skemmda á vegakerfi. Indónesíski Rauði krossinn hefur einbeitt sér að leit og björgun á þremur svæðum, Palu, Sigi og Doggala. Önnur svæði sem þurfa bráðnauðsynlega á aðstoð að halda eru norður Mamuju, Parrigi og Moutong. Færanleg heilsugæsla hefur verið sett upp í Sigi þar sem læknar huga að slösuðu fólki.

Vegna erfiðs aðgengis að svæðinu hefur indónesíski Rauði krossinn sent þrjú skip af stað sem munu sigla á svæðin sem verst urðu úti. Skipin eru hlaðin vörubílum fullum af vatni, eldhúsum sem auðvelt er að koma upp, moskítónetum, dýnum, hreinlætis- og barnapökkum, tjöldum auk líkpoka.

Afleiðingarnar af þessum hamförum eiga enn eftir að koma að fullu í ljós en hreyfingin öll er í viðbragðsstöðu, m.a. vegna fjármagns sem senda þarf til að viðhalda björgunarstarfi.

Ljósmyndir: Rauði krossinn.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira