Hoppa yfir valmynd
11. júní 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Starfsmenn frá Klúbbnum Geysi í félagsmálaráðuneytinu

Samkomulag vegna „Ráðningar til reynslu“
Samkomulag vegna „Ráðningar til reynslu“

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra undirritaði 7. júní síðastliðinn samstarfssamning við Klúbbinn Geysi um að félagar í klúbbnum komi til starfa í ráðuneytinu árin 2007 og 2008. Um er að ræða hálft stöðugildi eins og áður og samkomulagið getur einnig náð til stofnana ráðuneytisins.

Klúbburinn Geysir er fyrir fólk sem býr eða hefur búið við geðræna kvilla. Klúbburinn starfar eftir alþjóðlegri hugmyndafræði Fountain House sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í New York árið 1948 og byggist á markvissri uppbyggingu á hæfileikum og getu fólks, meðal annars til að koma í veg fyrir einangruns þess. Í samræmi við það hefur Klúbburinn Geysir frá upphafi verið vettvangur starfsleitar fyrir félaga sína. Sá samningur sem undirritaður hefur verið við félagsmálaráðuneytið er liður í því starfi en átakið nefnist „Ráðning til reynslu“.

Félagsmálaráðuneytið hefur góða reynslu af samstarfinu við Klúbbinn Geysi. Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að ráðuneyti og opinberar stofnanir sýni gott fordæmi og gefi þeim sem af einhverjum ástæðum hafa helst út af vinnumarkaði eða ekki fest þar rætur tækifæri til að virkrar þátttöku í samfélaginu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum