Hoppa yfir valmynd
27. maí 2011 Forsætisráðuneytið

Morgunverðarfundur um mannréttindaskýrslu

Fjallað verður um drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi á morgunverðarfundi á vegum innanríkisráðuneytisins næstkomandi miðvikudag 1. júní. Fundurinn fer fram í Iðnó í Reykjavík milli kl. 8.15 og 10 og er öllum opinn.

Fáni Sameinuðu þjóðanna.
Fáni Sameinuðu þjóðanna.

Vinnuhópur á vegum innanríkisráðuneytisins og fleiri ráðuneyta hefur að undanförnu unnið að skýrsludrögunum í samræmi við drög að kaflaskipan sem kynnt var fyrir fjölmörgum hagsmunaaðilum og félagasamtökum sem starfa á sviði mannréttindamála. Skýrslan verður hluti af úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum.

Stefnt er að því að drög að skýrslunni verði sett á vef innanríkisráðuneytisins til kynningar og athugasemda mánudaginn 30. maí. Í framhaldi af því efnir ráðuneytið til morgunverðarfundar í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 1. júní kl. 8.15 til 10. Tilgangur fundarins er að kynna fyrirliggjandi drög að skýrslunni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytur þar ávarp og síðan mun Rósa Dögg Flosadóttir, formaður vinnuhópsins, kynna verkefnið og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, kynnir aðkomu skrifstofunnar að verkefninu. Að loknum kynningum verða síðan pallborðsumræður með vinnuhópi verkefnisins.

Fundurinn hefst kl. 8.30 en húsið er opið frá kl. 8.15 og geta fundarmenn keypt sér léttan morgunverð á innan við 1.000 krónur. Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eigi síðar en um hádegi þriðjudaginn 31. maí nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum