Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2003 Utanríkisráðuneytið

Kafbátaleitaræfing varnarliðsins hefst á morgun

Nr. 071

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Árleg kafbátaleitaræfing varnarliðsins, KEFTACEX (Keflavík Tactical Exchange) hefst á morgun, fimmtudag á hafsvæði suður af landinu. Æfingin er haldin í níunda skipti og stendur hún yfir frá 14. - 22. ágúst nk.

Markmiðið með æfingunni er að viðhalda og auka færni þátttakenda í leit að kafbátum á Norður Atlantshafi. Auk viðeigandi sveita varnarliðsins er gert ráð fyrir að um 400 manns komi til landsins vegna þátttöku í æfingunni, þar á meðal liðsafli, skip og flugvélar frá sex aðildarríkjum Atlantshafsbandalagins.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 13. ágúst 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum