Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2003 Utanríkisráðuneytið

Sendiherrastefna í Reykjavík 25. - 26. ágúst 2003

Nr. 072

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Sendiherrar Íslands erlendis koma saman til fundar í utanríkisráðuneytinu þ. 25. - 26. ágúst. Tilgangurinn er að ræða helstu pólitísku áherslumálin á Íslandi, samræma starfið og skiptast á upplýsingum um störf og starfshætti sendiráðanna.
Fundurinn hefst með erindi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, um megináherslur og verkefni framundan í íslenskum utanríkismálum. Síðan verða m.a. alþjóðamál, öryggis- og varnarmál, Evrópumál, umhverfismál, rekstrarmál sendiráða, þjóðréttarmál, þróunarsamvinna og sjávarútvegsmál, þ.m.t. hvalveiðar, á dagskránni.
Síðari daginn munu sendiherrar funda með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Þann dag verða einnig kynntar breytingar á samstarfi sendiráðanna og VUR - viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins - og fundað með aðilum úr atvinnulífi, menningargeira og ferðaþjónustu.
Þetta er í fyrsta sinn sem skipulagður samráðsfundur sendiherra erlendis er haldinn á Íslandi



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 22. ágúst 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum