Hoppa yfir valmynd
1. september 2003 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fordæmir harðlega hryðjuverkaárásina í helgistaðnum Najaf í Írak

Nr. 077

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðherra fordæmir harðlega hryðjuverkaárásina í helgistaðnum Najaf í Írak sl. föstudag og vottar aðstandendum látinna samúð. Þessi mannskæða árás var gerð á mikilvægum tímamótum í endurreisnarstarfi í Írak og augljóslega ætluð til að stuðla að upplausn og óöryggi í landinu. Af því tilefni lýsa íslensk stjórnvöld yfir stuðningi við áframhaldandi starf Íraska stjórnunarráðsins og viðleitni til að tryggja stöðugleika í Írak.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 1. september 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum