Hoppa yfir valmynd
23. desember 2019 Matvælaráðuneytið

Ákvörðun verðlagsnefndar um hækkun heildsöluverðs og lágmarksverðs til framleiðenda

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Eftirfarandi verðbreytingar munu taka gildi þann 1. janúar 2020.

  • Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr.
  • Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur hækkar um 2,5%.

Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. september 2018. Frá síðustu verðlagningu hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,9% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 5,2%.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum