Hoppa yfir valmynd
25. september 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Forstjóri Lyfjastofnunar leiðir evrópskan faghóp um úrbætur á lagaumhverfi lyfja

 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar og nýr formaður ROG, Hugo Hurts, forstjóri hollensku Lyfjastofnunarinnar og tengiliður við HMA, Zaide Frias, deildarstjóri matsdeildar mannalyfja hjá Lyfjastofnun Evrópu og nýr varaformaður ROG.  - mynd

Rúna Hauksdóttir Hvannberg hefur verið kjörin formaður þverfaglegs vinnuhóps; Regulatory Optimisation Group (ROG), sem starfar á vegum samtaka forstjóra lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu (HMA). Hópurinn vinnur að því að yfirfara og leggja til úrbætur á gildandi lagaumhverfi, m.a. til að gera það skýrara og skilvirkara.

Í hópnum vinna saman sérfræðingar á sviði laga, viðskipta og tölvumála og er á vettvangi hans fjallað um öll lyf, hvort sem þau eru ætluð mönnum eða dýrum. Frá þessu er sagt á vef Lyfjastofnunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum