Hoppa yfir valmynd
11. júní 2015 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með finnskum ráðamönnum um norðurslóðir, þróunarmál og áherslur innan EES

Antti Kaikkonen, Gunnar Bragi og Matti Vanhanen

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur í dag og gær heimsótt Finnland og átt fundi með ráðamönnum nýrrar ríkisstjórnar. Hann hefur fundað með utanrikisráðherranum Timo Soini, ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Lenita Toivakka, formanni þingflokks Miðflokksins, Matti Vanhanen, formanni utanríkismalanefndar finnska þingsins, Antti Kaikkonen, og Antero Vartia, sem tók nýlega sæti á finnska þinginu fyrir Græningja en hann er af íslenskum ættum.

Á fundunum voru rædd helstu sameiginlegu hagsmunamál þjóðanna svo sem málefni norðurslóða auk þess sem gerð var grein fyrir meginþáttum í evrópustefnu ríkjanna. Farið var yfir stefnu ríkjanna i þróunarmálum og öryggis- og varnarmálum en einnig áætlanir um samstarf Íslands og Finnlands á næstu misserum til að örva gagnkvæm viðskipti.

Öryggismál i ljósi breyttra aðstæðna i Evrópu voru rædd og lögð áhersla á mikilvægi samstöðu Evrópuríkja. Málefni norðurslóða voru ofarlega á baugi, m.a. í tengslum við viðskipti á svæðinu. Auk þessa var skipst á skoðunum um ýmis alþjóðamál sem eru ofarlega baugi , m.a. stöðuna í Miðausturlöndum og málefni flóttamanna.

Ráðherrarnir ræddu stefnu ríkjanna i Evrópumálum og stöðu mála almennt innan ESB. Gerði utanríkisráðherra grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar og ákvörðun hennar um að stöðva aðildarviðræður og að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. A sama tíma væri náið samstarf við ESB afar mikilvægt.

Utanríkisráðherra gerði sérstaklega grein fyrir áherslum Íslands í samstarfinu innan EES. Hann lagði m.a. áherslu a mikilvæga stefnumótun ESB í ýmsum lykilmálum á innri markaði EES þar sem Ísland hefði í hyggju að leggja sitt af mörkum við mótun löggjafar líkt og varðandi orkumál og fjármálamarkaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum