Hoppa yfir valmynd
23. mars 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Innleiðingu á Evrópugerðum sem varða málshöfðun ESA lýkur um mitt þetta ár

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ákveðið að höfða mál gegn Íslandi vegna tafa á innleiðingu í landsrétt á 37 Evrópugerðum á sviði fjármálaþjónustu. Um er að ræða 22 gerðir á sviði verðbréfamarkaðsréttar, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka.

Íslensk stjórnvöld hafa ekki efnislegar athugasemdir við þær Evrópugerðir sem um ræðir en innleiðing þeirra hefur dregist af ólíkum ástæðum. Áætlanir eru um að innleiðingu þeirra allra verði lokið um mitt þetta ár. Sumar þeirra varða lagafrumvörp sem verða lögð fram á Alþingi á yfirstandandi vorþingi. Verði þau samþykkt sem lög á Alþingi fyrir þinglok verður mögulegt að innleiða allar 37 gerðirnar eigi síðar en um mitt þetta ár. Í mörgum tilvikum er um að ræða frekari tæknilegar úrfærslur á þegar lögfestum endurbótum á löggjöf á fjármálamarkaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum