Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Rætt um 2+2 og 2+1 vegi á morgunverðarfundi

Slysavarnarráð efnir miðvikudaginn 6. febrúar til morgunverðarfundar um efnið: 2+2 eða 2+1 vegir: Öryggi vegfarenda - kostnaður samfélagsins - erum við á réttri leið?

Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og hefst með skráningu kl. 8 og kl. 8.25 flytur Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra setningarávarp. Síðan verða flutt þrjú erindi:

2+1 vegir - öruggur og ódýr valkostur, Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun.

2+2 = 0 - reiknum dæmið til enda, Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og FÍB.

Framanákeyrslur 1998 til 2007, gögn Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys, Ágúst Mogensen, forstöðumaður RNU.

Í lokin verða pallborðsumræður og fyrirspurnir og gert er ráð fyrir að fundinum ljúki klukkan 10.

Þátttökugjald er 2.000 krónur og greiðist við upphaf fundar en innifalið er morgunverðarhlaðborð. Skráning fer fram á vefslóðinni www.lydheilsustod.is/skraning og er óskað eftir að fundarmenn skrái sig fyrir 5. febrúar.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira