Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nefnd sem skoðar forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs tekin til starfa

Ferðamenn á Brennisteinsöldu - mynd

Nefnd, sem umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað og falið hefur verið að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu, hefur tekið til starfa. Nefndin á að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggjandi þekkingu er varðar nýtingu og vernd miðhálendisins, með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Markmiðið með starfi nefndarinnar er að kanna forsendur fyrir hugsanlegri stofnun þjóðgarðs innan miðhálendisins, með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða annars konar fyrirkomulagi.

Hlutverk nefndarinnar er m.a. að greina og kortleggja svæðið innan svokallaðrar miðhálendislínu á heildstæðan hátt. Þar er um að ræða landsvæði vegna verndar og nýtingar, náttúruverðmæti, þjóðlendur, helstu hagsmuni og hvernig þeir fari saman við hugmyndir um hugsanlegan miðhálendisþjóðgarð auk valkosta varðandi mögulegt stjórnfyrirkomulag slíks þjóðgarðs.

Í nefndinni sitja: 

  • Sigríður Auður Arnardóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Páll Þórhallsson, tilnefndur af forsætisráðuneyti,
  • Ragna Árnadóttir, tilnefnd af Samorku,
  • Árni Finnsson, tilnefndur af frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfismála,
  • Anna G. Sverrisdóttir, tilnefnd af  Samtökum ferðaþjónustunnar,
  • Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, tilnefnd af Bændsasamtökum Íslands,
  • Sveinbjörn Halldórsson, tilnefndur af Samtökum útivistarfélaga og
  • Dagbjört Jónsdóttir og Valtýr Valtýsson, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Með nefndinni starfar samráðshópur fulltrúa Ferðamálastofu, Landmælinga Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands,  Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er henni til ráðgjafar.

Gert er ráð fyrir að nefndin skili ráðherra áfangaskýrslu fyrir 1. desember 2016 og lokaskýrslu 1. mars 2017. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum