Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) nr. 43 frá 1981 verði endurskoðuð og kannað verði hvort þörf sé á breyttu skipulagi þróunarsamvinnu Íslands. Meðal álitaefna sem skoðuð verða eru kostir og gallar núverandi lagaramma ÞSSÍ, svo og fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands, bæði tvíhliða og á fjölþjóðlegum grundvelli.

Í tengslum við endurskoðunina er nú hægt að koma á framfæri skoðunum, tillögum og athugasemdum um þróunarsamvinnu Íslands á vefsetri utanríkisráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum