Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

4. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar:

4. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Staður og stund: Velferðarráðneytið 20. febrúar 2013 kl. 14.30 -16.00
Málsnúmer:
VEL12100264

Mætt: Hannes G. Sigurðsson (SA), Maríanna Traustadóttir (ASÍ), Benedikt Valsson (Samband), Oddur S. Jakobsson (KÍ), Sverrir Jónsson (FJR), Sonja Ýr Þorbergsdótir (BSRB), Guðlaug Kristjánsdóttir (BHM) og Birna Hreiðarsdóttir.

Fundarritari: Birna Hreiðarsdóttir, formaður aðgerðahópsins
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

Þetta gerðist:

1.            Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt með smávægilegum breytingum.

2.            Ráðning starfsmanns. Staða mála

Formaður lagði fram ljósrit starfsumsókna til fróðleiks og gerði grein fyrir stöðu mála. Alls bárust 115 umsóknir sem mun vera metfjöldi umsókna um starf á vegum ráðuneytisins til þessa. Lögð var áhersla á að mikilvægt væri að sátt ríkti um ráðninguna af hálfu aðgerðahóps. Formaður sagðist munu beita sér fyrir því að fulltrúum hópsins verði kynnt lokaúrtak umsækjenda þegar það liggur fyrir.

3.            Starfið framundan

Rætt um fýsileika þess að hafa morgunverðarfund þann 17. apríl nk., en lausleg hugmynd að dagskrá slíks fundar hafði verið send fyrir fundinn. Fundarmenn á því að það gæti verið verkefninu til framdráttar að efna til morgunverðarfundar á næstu misserum. Mikilvægt að fjallað verði um jafnlaunastaðalinn sem verkfæri til að eyða kynbundnum launamun og ekki síður fyrirkomulag vottunar á jafnlaunaúttektum. Formaður mun kynna hugmyndina um morgunverðarfund fyrir ráðuneytinu og láta aðgerðahópinn vita um framhald málsins.

4.         Jafnlaunaúttektir, Þorkell Guðmundsson frá PwC.

Þorkell greindi frá aðkomu sinni að jafnlaunaúttektum á vegum PwC en hann hefur unnið að um 40-50 jafnlaunaúttektum á undanförnum árum. Fór hann yfir hvernig framkvæmd jafnlaunaúttekta væri háttað hjá PwC og hvaða atriði væru lögð til grundvallar. Hann sagði að svigrúm væri fyrir einstaklingbundnum umbunum (td. þátttaka í námskeiði), en þær þyrftu hins vegar að liggja ljósar fyrir áður en úttekt færi fram. Hann taldi tilkomu staðalsins auðvelda vinnu að jafnlaunaúttektum. Hins vegar kæmi ekki fram í staðlinum hvernig standa beri að vottunum og það væri mál sem nú þyrfti að gefa gaum að á næstunni. Þorkell mun senda hópnum glærur sem hann var með á fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Birna Hreiðarsdóttir


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum