Hoppa yfir valmynd
2. október 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

10. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 10. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Staður og stund:
Velferðarráðuneyti 02. október kl. 14.30 -16.00
Málsnúmer:
VEL12100264

Mætt: Benedikt Valsson (BV,Samband íslenskra sveitarfélaga ), Hannes G. Sigurðsson (HGS,  SA), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Oddur S. Jakobsson (OSJ, KÍ), Sverrir Jónsson (SJ, FJR), Maríanna Traustadóttir (MT,  ASÍ), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Sverrir Jónsson (SJ, FJR. boðaði forföll), Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (AKÁ) og Rósa G. Erlingsdóttir starfsmaður aðgerðahópsins.

Fundarritari:  Rósa G. Erlingsdóttir

Dagskrá:

1.            Anna Kolbrún Árnadóttir, nýr formaður aðgerðahóps um launajafnrétti.

Kynning á nýjum formanni sem og fulltrúum í aðgerðahópi.

2.            Fundargerð 9. fundar borin undir fundarmenn

Fundargerð samþykkt með fáum athugasemdum.

3.            Erindisbréf aðgerðahóps

Erindisbréf aðgerðahópsins var undirritað af ráðherra, Eygló Harðardóttur þann 23. september 2013. Erindisbréf var kynnt og dreift til fulltrúa aðgerðahóps.

4.            Verk- og tímaáætlun

Endurskoðuð verk- og tímaáætlun var lögð fyrir hópinn en hún byggir á nýju erindisbréfi hans. Helstu breytingar eru þær að hópnum er falið að hafa umsjón með gerð framkvæmdaáætlana um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs annars vegar og um leiðir til að brjóða upp kynbundið náms- og starfsval hins vegar. Rætt var um afmörkuð verkefni hópsins og voru fundarmenn sammála um að rétt væri að sérstök ráðstefna um launajafnrétti á vinnumarkaði yrði haldin að hausti 2014 og þá helst í tengslum við seinni ráðstefnu samnorræns rannsóknahóps um hlutastörf.  Þá væri einnig hugsanlegt að hafa sérstakan jafnlaunadag sbr þann danska sem er 1. nóvember ár hvert.

5.            Drög að reglugerð um hæfniskröfur til vottunaraðila og framkvæmd vottunar á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85: 2012.

Drög að reglugerð um hæfniskröfur til vottunaraðila var kynnt fundarmönnum. Samráðshópur um jafnlaunavottun sem hefur borið ábyrgð á gerð hennar. Umræðu um reglugerð verður framhaldið á næsta fundi. Vinna hópsins við gerð inntakslýsingar námskeiðs fyrir sérfræðinga úttektarteymis er í gangi og hefur tillaga að námskeiði verið sett saman.  Í framhaldi af þessari vinnu mun starfsmaður aðgerðahóps í samstarfi við starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneyti setja saman áætlun um tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals. 

6.            Nefnd um málefnalegar forsendur við mat á launamun kynjanna og fleira er varðar kynbundinn launamun hjá ríkinu.

Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti og formaður nefndarinnar mætir á fundinn og kynnir störf hennar. Nefnd fjármálaráðuneytisins vinnur samhliða aðgerðahóp um launajafnrétti á grundvelli aðgerðaáætlunar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Nefndin er skipuð tveimur fulltrúum frá BHM, tveimur frá BSRB og jafnmörgum frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana auk tveggja fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 

Verkefni nefndarinnar er fjórþætt;

  • að fara yfir skráningu upplýsinga í launakerfi ríkisins og skilgreina hvaða skýribreytur teljast málefnalegar varðandi launamun kynjanna
  • að skoða formgerð og uppbyggingu kjarasamninga með það fyrir augum að meta að hve miklu leyti megi rekja kynbundinn launamun til kerfislægra þátta
  • að útbúa leiðbeiningar fyrir forstöðumenn um hvernig beri að bregðast við leiði launagreiningar í ljós kynbundinn launamun
  • að vera velferðarráðuneytinu til ráðgjafar við gerð áætlunar um kynningu á jafnlaunastaðli

Markmið með starfi nefndarinnar er m.a að opinberi geirinn hafi meira að segja varðandi launaúttektir og val á skýribreytum og einnig um hvaða upplýsingar sé skynsamlegt að nota og birta úr kerfum eins og Ístarf og ORRA. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum núna á haustmánuðum. Eitt að verkefnum aðgerðahópsins er að vinna að samhæfingu launarannsókna og mun ráðuneytið veita aðgerðahópnum ráðgjöf varðandi þá vinnu og einnig fyrir tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. 

7.            Önnur mál

Dagskrá jafnréttisþings sem haldið verður þann 1. nóvember nk var lögð fram til kynningar. Tilraunverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins verður ýtt úr vör á þinginu. Fleira var ekki rætt. Næsti fundur var ákveðinn 6. nóvember 2013 kl. 14.30. Jafnframt var ákveðið að hópurinn myndi funda fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 14.30. 

Rósa Guðrún Erlingsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum