Hoppa yfir valmynd
30. desember 2005 Innviðaráðuneytið

Breyting á reglugerð um varasjóð húsnæðismála

Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um varasjóð húsnæðismála.

Samkvæmt reglugerðinni, sem er í samræmi við breytingu á lögum um húsnæðismál sem samþykkt var á haustþingi, er ráðgjafarnefnd varasjóðs húsnæðismála heimilt að auka árleg rekstrar- og söluframlög vegna félagslegra íbúða í eigu sveitarfélaga um allt að 280 milljónir króna á árunum 2005 til 2007, eða alls 840 milljónir króna, auk þess sem ráðgjafarnefndinni er heimilt að nýta hluta framangreindra fjármuna til þátttöku í greiðslu áhvílandi lána af félagslegu húsnæði sem nauðsynlegt kann að reynast að úrelda.

Þessi auknu framlög koma af eigin fé varasjóðs viðbótarlána en eins og kunnugt er var hætt að veita viðbótarlán í desember 2004 og hefur sjóðurinn því ekki orðið fyrir nýjum skuldbindingum frá þeim tíma.

Skjal fyrir Acrobat ReaderBreyting á reglugerð um varasjóð húsnæðismála



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum