Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2011 Utanríkisráðuneytið

Assad láti af ofbeldi og víki úr embætti

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir framferði sýrlenskra stjórnvalda, ofbeldi öryggissveita Assad stjórnarinnar gegn óbreyttum borgurum, fjöldahandtökur og pyntingar. Aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda eru gróft brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og grimmdarleg árás á réttmætar kröfur íbúa landsins um umbætur og lýðræðisþróun.

Utanríkisráðherra tekur undir kröfur um að Bashar al Assad forseti Sýrlands víki úr embætti svo krafa íbúa landsins um aukið lýðræði og frelsi nái fram að ganga.

Utanríkisráðherra krefst þess að sýrlensk stjórnvöld stöðvi tafarlaust ofbeldið og leysi úr haldi mótmælendur sem hafa verið hnepptir í varðhald. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa sniðgengið kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að mannréttindabrot verði stöðvuð og ofbeldi gegn óbreyttum borgurum hætt. Tími sé kominn til að stjórnin verði við þeirri kröfu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum