Hoppa yfir valmynd
14. maí 2010 Dómsmálaráðuneytið

Alls 185 listar með 2846 einstaklingum í framboði við sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí 2010

Alls eru 185 listar í framboði til 76 sveitarstjórna í kosningunum 29. maí næstkomandi. Á listunum eiga sæti 2846 einstaklingar, eða ríflega 1,2% kjörgengra einstaklinga í landinu. Flestir framboðslistar eru í Reykjavíkurborg, eða átta talsins, sjö í Kópavogsbæ og sex í Akureyrarkaupstað. Upplýsingar um framboð í öllum sveitarfélögum á landinu eru nú komnar hér inn á vefinn. 

Listakosningar í 54 sveitarfélögum
Í 54 sveitarfélögum hafa verið lagðir fram fleiri en einn listi og mun því hlutfallskosning fara þar fram. Kosning er þá bundin við framboð á listum og fulltrúar á hverjum lista ná kjöri í hlutfalli við það atkvæðamagn sem listinn fær.

Óbundnar kosningar í 18 sveitarfélögum
Óbundnar kosningar verða í 18 sveitarfélögum þar sem enginn listi kom fram.  Í óbundnum kosningum eru allir kjósendur í sveitarfélaginu í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Kjósendur skrifa þá nöfn og heimilisföng aðal- og varamanna á kjörseðilinn.

Óbundnar kosningar fara fram í eftirtöldum sveitarfélögum:

 • Dalabyggð
 • Eyja- og Miklaholtshreppi
 • Helgafellssveit
 • Skorradalshreppi
 • Árneshreppi
 • Bæjarhreppi
 • Kaldrananeshreppi
 • Reykhólahreppi
 • Akrahreppi
 • Skagabyggð
 • Grýtubakkahreppi
 • Langanesbyggð
 • Svalbarðshreppi
 • Svalbarðsstrandarhreppi
 • Tjörneshreppi
 • Borgarfjarðarhreppi
 • Fljótsdalshreppi
 • Ásahreppi

Sjálfkjörið í fjórum sveitarfélögum
Í eftirtöldum fjórum sveitarfélögum kom aðeins fram einn listi og er því sjálfkjörið í þær sveitarstjórnir:

 • Tálknafjarðarhreppi
 • Sveitarfélaginu Skagaströnd
 • Breiðdalshreppi 
 • Djúpavogshreppi


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira