Hoppa yfir valmynd
12. mars 2020

Alþjóðlegi kvennadagurinn 2020: Ísland í toppsætinu á Global Gender Gap Index.

Á myndinni eru verðlaunahafar með Thomas Greminger, aðalframkvæmdastjóra ÖSE.

 

Nokkrir starfsmenn ÖSE í eftirlitssveitum fengu sérstök verðlaun fyrir að stuðla að jafnrétti á starfssvæði sínu, en á slíkum svæðum er unnið erfiðasta og mikilvægasta starf ÖSE að jafnrétti. Verðlaunin voru veitt, þegar hins alþjóðlega kvennadags var minnst á fastaráðsfundi ÖSE, fimmtudaginn 12. mars. Í ávarpi Íslands var rætt um góðan árangur, sem Íslendingar hefðu náð í jafnrétti, eins og staða Íslands í toppsætinu á Global Gender Gap Index ber vott um. Ennfremur hvað varðar  jafnlaunamál. Þrátt fyrir það væri mikið verk framundan, m. a. varðandi styrkingu á stöðu kvenna í atvinnu- og efnahagslífinu.Hvað ÖSE varðaði ætti stofnunin að styrkja framkvæmd aðgerðaáætlunar ÖSE fyrir jafnrétti (Action Plan for the Promotion of Gender Equality) og setja það í forgang að lina þjáningar kvenna á ófriðarsvæðum og berjast gegn kynbundnu ofbeldi, sbr. ályktun ráðherrafundar ÖSE 2018 varðandi ofbeldi gegn konum.

Ræða fastafulltrúa 12. mars 2020.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum