Hoppa yfir valmynd
22. október 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Breytingunni er ætlað að innleiða fimm tilteknar gerðir en auk þess innihalda þær nokkur önnur atriði sem rétt þykir að breyta á þessari stundu. Umsagnarfrestur er til og með 1. nóvember og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Meðal breytinga eru kröfur til mynsturdýptar hjólbarða. Var álitaefnið ítarlega skoðað af Samgöngustofu og í því skyni var t.a.m. kallað eftir sjónarmiðum ýmissa aðila, á borð við lögreglu, tryggingarfélög, skoðunarstöðvar og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sumir framangreindra aðila hafa kallað eftir breytingum á þessum reglum síðustu misserin. Tillögurmar sem hér eru settar fram fela í sér auknar kröfur, sér í lagi hvað varðar lágmarksmynstursdýpt hjólbarða. Talið er að slíkt sé mikilvægt m.t.t. umferðaröryggis en breytingin felur í sér að lágmarksmynstursdýpt hjólbarða allra ökutækja sem þar er kveðið á um verði 1,6 mm á sumrin en 3 mm yfir veturinn.

Þá verður heitinu Umferðarstofa breytt í Samgöngustofa þar sem hún hefur tekið við hlutverki Umferðarstofu og breytt er undirflokkun bifhjóla.

Reglugerðin hefur stoð í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og er gert ráð fyrir að ákvæði hennar öðlist þegar gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira