Hoppa yfir valmynd
23. október 2013 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra á ferð um Austurland

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur í gær og í dag heimsótt Austurland og átt fundi með fulltrúum nokkurra sveitarstjórna. Einnig ræddi hún í gær við sýslumennina á Eskifirði og Seyðisfirði. Síðdegis í dag vígir ráðherra ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra nýjan kafla á Norðausturvegi milli Hringvegar og Vopnafjarðar.

Á fundum með sveitarstjórnarfulltrúum á Djúpavogi, Fjarðabyggð, Fjótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar hafa vegamál verið aðal umræðuefnið en einnig fjarskiptamál, flugmál og hafnamál. Þá hafa bæði sýslumenn og sveitarstjórnarfulltrúar rætt um fyrirhugaða breytingu á skipan embætta lögreglumanna og sýslumanna en ráðherra hefur í undirbúningi lagafrumvarp vegna þessara breytinga.

Á myndinni hér að neðan er ráðherra ásamt fylgdarliði á fundi með fulltrúum Fljótsdalshéraðs.

Innanríkisráðherra hefur fundað með nokkrum sveitarstjórnarmönnum og sýslumönnum á Austurlandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum