Hoppa yfir valmynd
7. október 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 074, 7. október 2000. Árnaðaróskir til réttkjörins forseta Júgóslavíu

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________


Nr. 074


Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sendi í dag árnaðaróskir í skeyti til Vojislav Kostunica réttkjörins forseta Júgóslavíu. Hann fagnaði því að íbúar Júgóslavíu hefðu valið sér leið lýðræðis og umbóta og hafnað Milosevic og einangrun landsins á alþjóðavettvangi. Í skeyti utanríkisráðherra kemur fram að nú sé tækifæri til að hefja friðsamlegt uppbyggingarstarf í landinu ásamt því að vinna að eflingu lýðræðis og mannréttinda í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðastofnanir. Lýðræðisleg Júgóslavía hefði miklu hlutverki að gegna fyrir varanlegan stöðugleika á Balkanskaga.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 7. október 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum