Hoppa yfir valmynd
8. maí 2008 Utanríkisráðuneytið

Neyðarástand vegna fellibyls og flóða í Búrma

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 35/2008

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita sem nemur 100.000 Bandaríkjadölum, um 7,7 milljónum ísl. kr., til hjálparstarfs á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins, (ICRC) í kjölfar fellibyls sem gekk yfir Burma (Mjanmar) sl. föstudag. Tölur eru nokkuð á reiki en talið er að yfir 50.000 manns hafi látið lífið, margra er enn saknað og hundruðir þúsunda hafa yfirgefið heimili sín og hafast við í skýlum.

Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í fimm hérðuðum á hamfaravæðinu en þar búa um 24 milljónir manna. Þar eru stærstu hrísgrjónaakrar landsins svo að matarskortur er yfirvofandi. Gífurleg flóð hafa myndast og hafa matarbirgðir, búfénaður og uppskera skolast burt í óveðrinu og drykkjarvatn mengast. Verður lögð áhersla á skráningu fórnarlamba, neyðarskýli, heilsuvernd, aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðuEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira