Hoppa yfir valmynd
4. september 2003 Utanríkisráðuneytið

Viðtalstímar sendiherra í Útflutningsráði. Leiðrétting á áður auglýstum viðtalstímum Svavars Gestssonar

Nr. 080

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í kjölfar nánara samstarfs Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins (VUR) og Útflutningsráðs, sem m.a. leiðir af samstarfssamningi þeirra á milli frá því í lok apríl, hefur verið ákveðið að viðtalstímar við sendiherra Íslands fari framvegis fram í húsakynnum Útflutningsráðs, Borgartúni 35, en ekki í utanríkisráðuneytinu eins og tíðkast hefur hingað til. Í viðtalstímunum gefst aðilum í viðskiptalífinu og öðrum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta í umdæmisríkjum sendiráða Íslands tækifæri til þess að ræða viðskiptamöguleika og önnur hagsmunamál þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.

Fyrsti sendiherrann sem veitir viðtöl í Útflutningsráði verður Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð en hann er einnig sendiherra Íslands gagnvart Albaníu, Bangladess, Búlgaríu, Serbíu-Svartfjallalandi, Pakistan og Sri Lanka. Hann verður til viðtals þriðjudaginn 9. september nk. frá kl. 9:30-12:00. Áður hafði verið tilkynnt að viðtalstímarnir yrðu í utanríkisráðuneytinu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 511 4000 þar sem tímapantanir eru einnig skráðar



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. september 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum