Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2011 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra afhent andmæli við veggjöldum

Forráðamenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda afhentu í dag Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra undirskriftir 41 þúsund kosningabærra Íslendinga þar sem andmælt er hugmynd um veggjöld á leiðum til og frá höfuðborginni.

Innanríkisráðherra tekur við undirskriftum á vegum FÍB um andmæli við veggjöld.
Innanríkisráðherra tekur við undirskriftum á vegum FÍB um andmæli við veggjöld.

Undirskriftirnar afhentu þau Steinþór Jónsson, formaður FÍB, Dagmar Björnsdóttir sem er ritari stjórnarinnar, Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri og Ólafur Guðmundsson varaformaður félagsins.

Innanríkisráðherra tekur við undirskriftum á vegum FÍB um andmæli við veggjöld.

Í framhaldi af afhendingu undirskriftanna áttu fulltrúar FÍB fund með ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins þar sem skipst var á skoðunum um fjármögnun vegaframkvæmda.

Markmið FÍB með  undirskriftasöfnuninni er að ,,opna augu stjórnvalda fyrir því glapræði að reisa tollamúr í kringum höfuðborgarsvæðið til að fjármagna margfalt dýrari vegaframkvæmdir en þörf krefur,” segir meðal annars í frétt frá FÍB.

Söfnun undirskriftanna hófst 3. janúar á vefsíðu FÍB og stóð í 8 daga. Hlutfall undirskriftanna er misjafnt. Þannig skrifa 32% kosningabærra manna á Selfossi undir mótmælin, 42% í Hveragerði, 31% í Reykjanesbæ, 28% í Grindavík, 25% í Mosfellsbæ, 38% á Kjalarnesi og 24% á Akranesi. Í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið að jafnaði tæp 20%.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum