Hoppa yfir valmynd
4. maí 2023

Sérfræðingur frá Jafnréttisstofu flytur fyrirlestur í Nýju-Delhí

Hjalti Ómar Ágústsson sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu á Akureyri flutti fyrirlestur hinn 28. apríl 2023 um stöðu kvenna á Norðurslóðum á ráðstefnunni „Arctic and Antarctic, the Future of Arctic Ice“ í Nýju-Delhí. Ráðstefnan var haldin af stofnuninni „Science and Geopolitics in the Arctic and the Antarctic“ (SaGAA) og er helsta sérfræðingaráðstefna á Indlandi um Norðurslóðir.

 

Sendiráðið í Nýju-Delhí stutti ráðstefnuna með þátttöku Hjalta, en einnig með fyrirlestri dr. Kunez Dolma um jarðvarmanýtingu á Ísland og tæknilega þætti slíkrar nýtingar við erfiðar aðstæður. Dr. Dolma útskrifaðist úr Jarðhitaskólanum/GRÓ á Íslandi og er varaformaður vettvangs fyrir sjálfbæra þróun í Ladakh-fylki, þar sem íslenskir aðilar eru með jarðhitaverkefni með Indverjum.

 

Guðni Bragason sendiherra ávarpaði þátttakendur í ráðstefnulok og bauð þátttakendum til móttöku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum