Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um stærð og þyngd ökutækja

Með auknum flutningum á landi hafa málefni sem varða stærð og þyngd ökutækja í flutningum á vegum verið í brennidepli og hvernig málum verði best háttað án þess að það komi niður á umferðaröryggi.

Um nokkurt skeið hefur starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins unnið að tillögum að breytingum á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr.688/1005. Afrakstur þeirrar vinnu eru drög að nýrri reglugerð sem hér birtist.

Í þessum drögum er leitast við að koma til móts við hagsmunaaðila með endurskoðun á gildandi reglugerð. Lagt er til að hækkuð verði tímabundið hámarkshæð vegna flutnings háþekjugáma, þannig að hámarkshæð verði allt að 4,40 m að hæð. Heimildin num gilda til 1. janúar 2010. Ennfremur er gert ráð fyrir að heimila vagnlest allt að 25,25 m til flutninga á vegum að uppfylltum skilyrðum sem talin eru upp í 5. gr. reglugerðardraganna.

Þá er lagt til að einfölduð verði veiting undanþága vegna sérstakra flutninga þar sem stærð farms fer út fyrir þau almennu mörk sem reglugerðin heimilar og að það verði Vegagerðin sem annist umsýslu þeirra.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum við reglugerðina ásamt viðaukum, geta gert það fram til 16. febrúar n.k.

Sjá nánar hér.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira