Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2007 Innviðaráðuneytið

Samgönguáætlun á netinu

Tillaga til þingsályktunar um tólf ára samgönguáætlun áranna 2007 til 2018 er viðamikið plagg. Henni fylgir fjögurra ára áætlun 2007 til 2010. Vekja má athygli á því að báðar þessar áætlanir má finna á vefsíðu Alþingis.

Tólf ára áætlunin er alls 190 blaðsíður. Í fyrsta hluta hennar er gerð grein fyrir stefnumörkun, grunnnet samgöngukerfisins skilgreint og sett fram áætlun um fjáröflun, útgjöld og helstu framkvæmdir í grunnneti. Síðan koma athugasemdir við þingsályktunartillöguna og er það megin efni skjalsins. Aftari hlutinn er síðan umhverfisskýrsla áætlunarinnar.

Í fjögurra ára áætluninni er að finna upptalningu á verkefnum samgönguáætlunarinnar fyrir hvert þessara fjögurra ára. Síðan koma margvíslegar upplýsingar í athugasemdum við þingskjalið.

Gert er ráð fyrir að samgönguráðherra mæli fyrir samgönguáætlun á Alþingi á fimmtudag.

Tólf ára áætlunina má sjá hér.

Fjögurra ára áætlunina er að finna hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum