Hoppa yfir valmynd
12. júlí 2017 Utanríkisráðuneytið

Virðing fyrir alþjóðalögum og skuldbindingum verði endurheimt

Guðlaugur Þór og fastafulltrúi Íslands gagnvart ÖSE - myndÖSE

Öryggismál og hættan sem stafar af ofbeldisfullri öfgastefnu voru rædd á óformlegum utanríkisráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunnar Evrópu, ÖSE sem haldinn var 11. júlí sl. í Mauerbach í Austurríki. Fundurinn var haldinn að frumkvæði formennskuríkis ÖSE, Austurríki.

„Við verðum að gera betur, eigi okkur að takast að tryggja frið og öryggi á svæðinu. Þar skiptir mestu að endurheimta virðingu fyrir alþjóðalögum og skuldbindingum á vettvangi ÖSE,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, í innleggi sínu í umræðum ráðherranna. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að efla traust á milli þátttökuríkja og nauðsyn þess að vinna gegn ofbeldisfullri öfgastefnu sem leitt gæti til hryðjuverka. Koma yrði í veg fyrir útskúfun og einangrun ákveðinna hópa og gæta þess að allir sjái sér hag í því að fóstra og viðhalda samfélögum sem byggi á mannréttindum, lögum og reglu.

Á fundinum haldnar tvær hringborðsumræður sem fjölluðu um öfgastefnur og hvernig endurvekja megi traust og umræður um þær ógnir og áskoranir sem þátttökuríkin telja að steðji að, m.a. með það að markmiði að blása lífi í viðræður um takmörkun vígbúnaðar.

Þá urðu ráðherrarnir ásáttir um að ljúka skipun í fjórar æðstu stöður stofnunarinnar en því ferli lýkur í næstu viku. Meðal þeirra sem þá myndu taka við, er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem lagt er til að verði næsti yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, ODIHR.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira