Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2006 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Fastafulltrúarnir Emran Bahar og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa Adnan Jaafar, sendifulltrúi og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur.
Fastafulltrúarnir Emran Bahar og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa Adnan Jaafar, sendifulltrúi og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur.

Fastafulltrúar Íslands og Brúnei Darússalam hjá Sameinuðu þjóðununum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Emran Bahar, undirrituðu í New York fimmtudaginn 27. apríl, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Brúnei Darússalam er soldánsdæmi á norðurhluta eyjunnar Borneó í Suðaustur-Asíu. Brúnei Darússalam liggur að Suður-Kínahafi í norðri en á einnig landamæri að Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Efnahagur Brúnei Darússalam byggir aðallega á vinnslu og útflutningi olíu og jarðgass. Brúnei Darússalam er fyrrum nýlenda Bretlands og öðlaðist sjálfstæði árið 1984. Landið byggja rúmlega 350 þúsundir íbúa.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum