Hoppa yfir valmynd
22. júlí 2022 Utanríkisráðuneytið

Samráðsfundur um landaáætlun Íslands í Malaví

Hópmynd af fulltrúum á samráðsfundinum. - mynd

Fulltrúar sendiráðs Íslands í Lilongwe og annarra haghafa sátu samráðsfund í vikunni til að ræða landaáætlun Íslands í Malaví fyrir árin 2022-2025. Fundinn sátu héraðstjórar og fulltrúar héraðsstjórna Mangochi og Nkhotakota héraða, auk fulltrúa frjálsra félagasamtaka og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Einnig sátu fundinn fulltrúar frá öðrum framlagsríkjum og og deildarstjórar sveitarstjórnarráðuneytisins og jafnréttisráðuneytisins.

Á fundinum fóru fram uppbyggilegar samræður um það sem vel hefur tekist í tvíhliðsamstarfi hingað til, hvernig byggja megi á lærdómi fyrri samstarfsverkefna og hvernig framlag Íslands í Malaví geti nýst best á því tímabili sem landaáætlunin nær yfir.

Ísland og Malaví hafa starfað saman á sviði þróunarsamvinnu í rúma þrjá áratugi eða frá árinu 1989. Frá 2012 hefur verið lögð áhersla á héraðsnálgun í Malaví og það ár var undirritaður samstarfssamningur við ráðuneyti sveitarstjórnarmála og héraðsyfirvöld í Mangochi um eflingu grunnþjónustu í þágu íbúa. Samhliða verkefnum tengdum samstarfssamningi Íslands við Mangochi er nú unnið hörðum höndum að undirbúningi á samstarfssamningi um eflingu grunnþjónustu við íbúa í Nhkotahéraði í samstarfi við héraðsyfirvöld.

Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er stuðningur við bætt lífskjör í samstarfsríkjum með því að styðja við áætlanir og viðleitni stjórnvalda um að draga úr fátækt og bæta félagsleg og efnahagsleg lífsskilyrði í þeim héruðum sem Ísland styður.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
4. Menntun fyrir öll
5. Jafnrétti kynjanna
6. Hreint vatn og hreint

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum