Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2009 Innviðaráðuneytið

Höfnun á umsókn um ferðaþjónustu felld úr gildi

Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli er varðar skyldu Grímsnes- og Grafningshrepps til að veita fötluðum íbúa sveitarfélagsins sem búsettur er að Sólheimum ferðaþjónustu.

Niðurstaðan er að höfnun sveitarfélagsins á umsóknum kæranda um ferðaþjónustu var felld úr gildi. Höfnun sveitarfélagsins var byggð á því að Sólheimar eigi samkvæmt þjónustusamningi við félagsmálaráðuneytið að sjá um ferðaþjónustu við þá fötluðu einstaklinga sem þar búa. Félagsmálaráðuneytið sem fer með málefni fatlaðra skv. lögum nr. 59/1992 hafði áður gefið það álit að sveitarfélaginu beri að veita íbúum Sólheima ferðaþjónustu skv. 35. gr. laganna og að Sólheimar fái ekki greiðslu úr ríkissjóði til að standa straum af kostnaði sem sveitarfélögum beri lögum samkvæmt að veita.

Ekki var talin ástæða til að gera athugasemdir við þetta álit félagsmálaráðuneytisins enda heyri málaflokkurinn lögum samkvæmt undir það ráðuneyti og það sé þess að kveða á um hvernig framkvæmd laganna skuli háttað.

Niðurstaða samgönguráðuneytisins var því að synun sveitarfélagsins, sem var í andstöðu við álit félagsmálráðuneytisins, hafi ekki verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum og þar með verið ólögmæt.  Því væri rétt að fella synjun sveitarfélagsins á umsóknum kæranda um ferðaþjónustu úr gildi.

 

 

Úrskurðir eru á neðarlega til hægri á forsíðu ráðuneytisins undir hlekknum úrskurðir.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum