Hoppa yfir valmynd
14. desember 2018

Sýningin Nordic Impressions í Phillips Collection og íslenskir jólasveinar í útrás

“Nordic Impressions“ í Phillips Collection listasafninu í Washington DC opnaði 13. október og stendur til 13. janúar 2019. Sýningin er samstarfsverkefni sendiráða Norðurlandanna í borginni sem hefur verið í undirbúningi frá árinu 2014. Á sýningunni eru verk eftir íslensku listamennina Hrafnhildi Arnardóttur (Shoplifter), Ólaf Eliasson, Sigurð Guðmundsson, Ragnar Kjartansson, Jóhannes Sveinsson Kjarval, Eggert Pétursson, Katrínu Sigurðardótturr og Þórarinn B. Þorláksson, auk fjölmargra annarra listamanna frá Norðurlöndunum.

Í tilefni sýningarinnar kynntu sendiráð Norðurlandanna jólahefðir í safninu fimmtudaginn 6. desember. Sóttu yfir 1000 gestir þennan velheppnaða viðburð. Gestum var boðið upp á íslenskan jólamat og fengu að bragða hangikjöt, laufabrauð, skyr og Nóa konfekt. Frá Íslandi mættu sjálfir jólasveinarnir, Gluggagægir og Ketkrókur, sem gengu um safnið, sögðu sögur, sungu og buðu upp á hangikjöt. Mikill áhugi var fyrir íslensku sveinunum og vakti gjörningurinn mikla lukku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum