Hoppa yfir valmynd
20. júní 2019 Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Matvælaráðuneytið

Sameinuðu þjóðirnar birta landsrýniskýrslu Íslands um heimsmarkmiðin

Sameinuðu þjóðirnar hafa birt á vef sínum skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu heimsmarkmiðanna. Skýrslan er hluti af landsrýni Íslands á stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Skýrslan verður liður í kynningu forsætisráðherra á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin hjá Sameinuðu þjóðunum í júlí nk. (e. High Level Political Forum on Sustainable Development).

Skýrslan fór fyrir ríkisstjórn í síðustu viku og var í kjölfarið send til Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan hafði áður farið í samráðsgátt stjórnvalda og alls bárust níu umsagnir sem tekið var mið af í lokaútgáfu skýrslunnar. Í skýrslunni má sjá að þótt að Ísland standi vel að vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna þá eru ýmsar áskoranir sem kalla á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega.

Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu sem verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin ritaði og kom út í júní á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands.

Í skýrslunni er sérstök áhersla lögð á kynslóðina sem mun taka við eftir að gildistími heimsmarkmiðanna hefur runnið sitt skeið. Á þessu þrjátíu ára afmælisári Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er við hæfi að hafa í heiðri ákvæði sáttmálans um að börn hafi rétt á að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif á málefni er þau varða. Í köflum um hvert heimsmarkmið má finna tilvitnun í börn. Einnig er í hverjum kafla dregin fram umfjöllun er varðar aðgerðir tengdar hópum og einstaklingum sem standa höllum fæti.

Skýrslan er liður í fyrstu landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að kynna landsrýni a.m.k. þrisvar á gildistíma heimsmarkmiðanna til ársins 2030. Forsætisráðherra mun leiða kynningu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum þann 16. júlí nk. þar sem auk ráðherra munu flytja ávörp fulltrúi Carbfix, Edda Sif Pind Aradóttir, og fulltrúar ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä.

Landsrýniskýrsla Íslands á vef Sameinuðu þjóðanna.

Vefsvæði Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
10. Aukinn jöfnuður
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
7. Sjálfbær orka
6. Hreint vatn og hreint
5. Jafnrétti kynjanna
4. Menntun fyrir öll
3. Heilsa og vellíðan
2. Ekkert hungur
1 Engin fátækt

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum