Hoppa yfir valmynd
19. desember 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skilyrði tímabundinna atvinnuleyfa vegna fjölskyldutengsla

Breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga sem samþykkt hefur verið á Alþingi heimilar Vinnumálastofnun að veita tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa nánustu aðstandenda íslenskra ríkisborgara á grundvelli fjölskyldusameiningar. Nánasti aðstandandi í skilningi laganna er sambúðarmaki og ættmenni hans eða maka í beinan legg eldri en 66 ára og á þeirra framfæri.

Skilyrði er að áður hafi verið veitt dvalarleyfi samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga um dvalarleyfi fyrir aðstandendur en við veitingu atvinnuleyfisins er heimilt að víkja frá vinnumarkaðssjónarmiðum. Tímabundin atvinnuleyfi til nánustu aðstandenda Íslendinga geta verið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis að öðrum skilyrðum laganna uppfylltum.

Erlendir makar eða samvistarmakar íslenskra ríkisborgara og börn þeirra að átján ára aldri sem eru í forsjá og á framfæri þeirra þurfa ekki sérstök atvinnuleyfi til að starfa hér á landi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum