Hoppa yfir valmynd
4. mars 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstefna um góðar fyrirmyndir í þjónustu við fatlaða

Evrópuár fatlaðra
Evrópuár fatlaðra

Föstudaginn 26. mars mun félagsmálaráðuneytið halda ráðstefnu um málefni fatlaðra, sem ber yfirskriftina Góðar fyrirmyndir. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Nordica, kl. 09:00-16:30 og er lokaviðburður í skipulagðri dagskrá Evrópuárs fatlaðra.

Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á það sem vel hefur verið gert í þágu fatlaðra og kynntar þær framfarir sem átt hafa sér stað og þykja sérstaklega áhugaverðar. Fyrir hádegi verða verkefni sem hlutu styrk úr styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra kynnt en eftir hádegi verður fjallað um góðar fyrirmyndir í þjónustu við fatlaða útfrá fjórum megin þemum í tveimur sölum. Viðfangsefnin eru eftirfarandi: 1. Hæfing, endurhæfing, vinna, menntun. 2. Virkni, tækni, aðgengi, samfélag. 3. Fjölskylda, heimili. 4. Lífstíll, heilbrigði, hollusta.

Málþingið er opið öllum sem hafa áhuga á málefnum fatlaðra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum