Hoppa yfir valmynd
14. júní 2017 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingum á sveitarstjórnarlögum til umsagnar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, er varðar fjölda borgarfulltrúa í Reykjavík. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi á síðasta þingi en ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess þá. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið [email protected] til 14. júlí næstkomandi.

Tilgangur frumvarpsins er að afnema þá lagaskyldu sem hvílir á Reykjavíkurborg samkvæmt sveitarstjórnarlögum að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í að minnsta kosti 23 við næstu sveitarstjórnarkosningar í maí 2018. Þykir ekki rétt í ljósi sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga að þvinga þessa fjölgun fram með lagaboði og felur frumvarpið því í sér að eldri skipan mála verði viðhaldið og borgarstjórn því áfram í sjálfsvald sett að ákveða hvort rétt sé að fjölga borgarfulltrúum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum