Hoppa yfir valmynd
6. september 2017 Innviðaráðuneytið

Skilgreining á tjónaökutæki gerð ítarlegri í reglugerð

Reglugerð um gerð og búnað ökutækja hefur verið breytt á þann veg að tjónaökutæki eru nú skilgreind með ítarlegri hætti en áður. Reglugerðin tók gildi 1. september síðastliðinn.

Bætt hefur verið við reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004, ákvæði sem varða tjónaökutæki og viðurkennd réttingaverkstæði. Eru tjónaökutæki skilgreind með ítarlegri hætti en fyrr. Sem dæmi má nefna að verði skemmdir á burðarvirki, yfirbyggingu, grind, burðar- og öryggisbitum teljist það tjónaökutæki og sömuleiðis ef loftpúðar hafa blásið út og öryggisbeltastrekkjarar verið virkjaðir. Ýmis fleiri atriði eru tekin fram í skilgreiningunni á tjóni.

Þá er nýmæli með breytingunni að tjónaökutæki skal taka úr umferð og aðeins viðurkennd réttingaverkstæði hafa nú leyfi til að gefa út vottorð um viðgerð á tjónaökutæki. Einnig er nú að finna í reglugerðinni ákvæði um hvernig haga skuli tilkynningum um tjónaökutæki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum