Hoppa yfir valmynd
14. júní 2019

Norden - More than Scandinavia 2019

Norden More than Scandinavia 2019 - myndSendiráð Íslands í Stokkhólmi/ HJ

Síðastliðinn tíu ár hafa Utanríkisráðuneytið í Svíþjóð, Norræna félagið í Svíþjóð og lýðháskólinn Biskops Arnö, í samstarfi við norrænu sendiráðin í Stokkhólmi, skipulagt málþing með þéttskipaðri dagskrá undir þemanu „Norðurlöndin – meira en bara Skandinavía“. Sendiherrum og diplómötum allra sendiráða í Stokkhólmi er boðið að taka þátt. Markmið málþingsins er að auka þekkingu um Norðurlöndin og norrænt samstarf.

Þema málþingsins í ár var „The Sea around us“ með áherslu á bæði hafið sem auðlind og hafið sem þarfnast verndar. Dagskráin samanstóð af ólíkum liðum þar sem fjallað var um þema ársins út frá mismunandi sjónarhornum.

Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, kynnti formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og þær áherslur sem Ísland hefur lagt þar, en eitt af aðaláherslum formennskunnar er hafið sem sjálfbær uppspretta velferðar og verðmæta. Auk þess sagði hún frá norrænu samstarfi, bæði formlegu og óformlegu. Stefán Skjaldarson, sendiherra, sem sinnir verkefnum innan Utanríkisráðuneytisins varðandi loftslags- og umhverfismál auk þess að vera formaður vinnuhópsins um sjálfbæra þróun í Norðurskautsráðinu, var einnig með erindi. Hann talaði m.a. um það hvernig hafið tengir saman Norðurlöndin og mikilvægi norrænnar samvinnu til að takast á við t.d. umhverfismál.

Auk íslensku fyrirlesaranna voru Marjukka Porvari, yfirmaður Clean Baltic Sea-verkefnanna hjá John Nurminen Foundation, Unni Kløvstad, sendiherra, frá norska utanríkisráðuneytinu og frá sænska utanríkisráðuneytinu var Caroline Ågren, sendiherra gagnvart hafinu. Kynnir dagsins var Caroline de Gruyte som starfar sem fréttaritari fyrir hollenska fréttablaðið NRC Handelsblad í Osló.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum